top of page

Vellíðan á vinnustaðnum

Vellíðan starfsfólks snertir alla vinnustaði.  Það er siðferðisleg og lagaleg skylda fyrirtækja og stofnana að huga vel að vellíðan sinna starfsmanna.  Göfugt markmið vinnustaða er að starfsfólkið fari heim til sín að vinnudegi loknum eins heilbrigt og heilt og það kom til vinnu. Á sama tíma getur fjárhagslegur ávinningur fyrirtækja og stofnana verið umtalsverður við að hlúa að vellíðan starfsfólks.

Stjórnendur fyrirtækja og stofnana eru í lykilstöðu til að stuðla að aukinni vellíðan starfsfólks á vinnustöðum og flestir gera sér grein fyrir að mannauðurinn er sá þáttur er skilar mestu samkeppnisforskoti í nútíma viðskiptaumhverfi. Margvíslegar aðferðir hafa verið þróaðar fyrir vinnustaði svo efla megi vellíðan starfsfólks. Innleiðing viðeigandi stjórnarhátta og tiltekinna aðgerða innan vinnustaða hafa skilað góðum árangri á þessu sviði.

Skilvirk er viðurkenndur þjónustuaðili á sviði félagslegra og andlegra þátta vinnustaða, sbr. reglugerð nr. 730/2012, sem Vinnueftirlitið veitir. Skilvirk býður  þjónustu við gerð áhættumats, þjálfun stjórnenda og starfsfólks og mótun aðgerða til aukinnar vellíðanar á vinnustaðnum.

Samskiptasáttmáli

Í mannlegum samskiptum er mikilvægt að sýna öðrum virðingu og kurteisi. Þetta á við um öll samskipti og ekki síst á vinnustaðnum. Löng samvera og mikilvægi samstarfs við lausn verkefna á vinnustaðnum krefst góðra samskipta og virkrar hlustunar. Neikvæð samskipti og núningur geta skapað togstreitu og álag, bæði fyrir starfsfólk og viðskiptavini. Það geta allir lagt sitt af mörkum til að bæta samskipti.

Samskiptasáttmáli er mótaður með þátttöku allra starfsmanna vinnustaðarins.  Um er að ræða sáttmála um samskipti, einskonar leikreglur um samskipti á vinnustaðnum. 

Sáttamiðlun á vinnustaðnum

Sáttamiðlun er skipulagt og mótað ferli til lausnar á ágreiningi sem tveir eða fleiri aðilar taka þátt í af fúsum og frjálsum vilja. Óháður og hlutlaus aðili, sáttamiðlari, aðstoðar deiluaðila í að átta sig á hverju deilurnar byggja og hvað olli þeim. Deiluaðilar komast sjálfir að samkomulagi og hlutverk sáttamiðlara er aðeins að aðstoða í því ferli. 

Stjórnunarhættir til aukinnar vellíðanar

Kynning

Þrautseigja, von og bjartsýni

Við bjóðum vinnustöðum kynningu á þeim viðurkenndu aðferðum sem nota má til aukinnar vellíðanar.

Námskeið

Við bjóðum sérsniðin námskeið fyrir stjórnendur og starfsfólk við innleiðingu stjórnunarhátta til aukinnar vellíðanar.

Vellíðan á vinnustaðnum

Jafnvægi í lífi og starfi

Vaxtarhugarfar

Heilsuefling

Þjónandi forysta

Sjálfræði

Styrkleikar

Markþjálfun

Virk hlustun

Flæði

FREKARI UPPLÝSINGAR VEITA
alfheidur_1_svhv_a.jpg
Álfheiður Eva Óladóttir
  • M.Sc. í stjórnun og stefnumótun
  • B.A. í sálfræði
  • CHt. meðferðardáleiðari
gardar1_svhv.jpg
Garðar Jónsson
  • M.Sc. í jákvæðri sálfræði
  • M.Sc. i altækri gæðastjórnun
  • Viðskiptafræðingur, cand oecon
Kristin.jpg
Kristín Jóhannesdóttir
  • MHRM í mannauðsstjórnun og vinnusálfræði
  • Lögfræðingur, cand.jur.
  • ​Sáttamiðlari
bottom of page