
Vellíðan á vinnustaðnum
Skilvirk er viðurkenndur þjónustuaðili á sviði félagslegra- og andlegra þátta á vinnustöðum


Z1003-2013 Staðall um andlega heilsu og öryggi á vinnustöðum

Staðallinn Z1003-2013 um andlega heilsu og öryggi á vinnustaðnum er kanadískur staðall sem mörg fyrirtæki og stofnanir hafa innleitt þar í landi. Í honum eru fyrirmæli um vernd andlegrar heilsu mannauðs og eflingu vellíðanar á vinnustaðnum. Staðallinn var þróaður með þátttöku margra sérfræðinga á þessu sviði. Hin kanadíska landsnefnd um andlega heilsu (Mental Health Committee) leiddi þetta mikilvæga verkefni.
Við bjóðum fyrirtækjum og stofnunum sérhæfða ráðgjöf til innleiðingar á þessum mikilvæga staðli.
Áætlun um heilsueflingu á vinnustöðum
Heilsuefling á vinnustöðum er þýðingarmikil. Hér er ekki einvörðungu fjallað um líkamlega heilsu heldur ekki síst hina andlega heilsu. Nauðsynlegt skref til slíkrar heilsueflingar er gerð markvissrar framkvæmdaáætlunar. Mikilvægt er að slík áætlun sé gerð til langs tíma og nái til allrar starfsemi vinnustaðarins. Markmiðið er að gera vellíðan á vinnustaðnum sjálfbæra sem styður við sjálfbærni vinnustaðarins á öðrum sviðum.

Lausnir til verndar og eflingar vellíðanar á vinnustöðum
Það er göfugt markmið vinnustaða að skila starfsfólki sínu heim til sín að degi loknum í sama ástandi eða jafnvel betra en þau voru í að morgni. Hinn siðferðislegi þáttur sem þessu tengist ætti að vera drifkraftur vinnustaða til að huga vel að vellíðan sinna starfsmanna.
Fjárhagslegur ávinningur fyrirtækja og stofnana getur verið umtalsverður í þessu samhengi. Dæmi er um að fyrir hverja eina krónu sem vinnustaðir leggja í aðgerðir til að auka vellíðan starfsfólksins þá geti það skilað sér sexfalt til baka í formi aukins árangurs og skilvirkni.
Við bjóðum klæðskerasniðnar lausnir á þessu sviði sem byggjast á viðurkenndum aðferðum.

Námskeið og fyrirlestrar
Skilvirk býður námskeið og fyrirlestra á eftirfarandi fagsviðum sínum:
-
Vellíðan á vinnustaðnum
-
Gæðastjórnun
-
Moment verkumsjónarkerfið

PlaceHolder
Placeholder text. Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua. Ut enim ad minim veniam, quis nostrud exercitation ullamco laboris nisi ut aliquip ex ea commodo consequat.

PlaceHolder
Placeholder text. Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua. Ut enim ad minim veniam, quis nostrud exercitation ullamco laboris nisi ut aliquip ex ea commodo consequat.

PlaceHolder
Auknar væntingar eru til fyrirstækja og stofnana að þau axli ábyrgð í því samfélagi sem þau starfa. Það snýst ekki eingöngu um að fara að lögum og reglum heldur líka að bera virðingu fyrir umhverfinu samborgurum sínum og samfélaginu í heild. Það er þýðingarmikið fyrir stjórnendur fyrirtækja og stofnana að móta stefnu um samfélagslega ábyrgð og sýna í verki að hugur fylgi máli. Sýnt hefur verið fram á að það sé hagur fyrirtækja og stofnana til lengri tíma að sýna góð fordæmi á þessu sviði.
