ISO 9001:2015 GÆÐASTJÓRNUNAR STAÐALLINN
Fyrir hverja er námskeiðið?
Fyrir þá sem vilja öðlast þekkingu á gæðastjórnunarstaðlinum
ISO 9001:2015 og viðurkenndri aðferðafræði við innleiðingu hans.
Hvert er markmið námskeiðsins?
Að þátttakendur þekki kröfur ISO 9001:2015 staðalsins og þær leiðir sem hentugar eu til að mæta þeim. Einnig að þátttakendur öðlist nauðsynlega færni til að vinna að innleiðingu gæðastjórnunarstaðalsins.
Á námskeiðinu er fjallað um:
-
Hugmyndafræði staðalsins.
-
Kröfur staðalsins.
-
Stöðugreiningar fyrir innleiðingu.
-
Skipulagning innleiðingarferils með aðstoð árangursríkrar breytingastjórnunar.
-
Mótun gæðastefnu og markmiða.
-
Ábyrgðir og völd innan skipulagsheildar.
-
Aðferðafræði við áhættugreiningu.
-
Kerfisbundin rýni á gæðastjórnunarkerfinu.
-
Stöðugar umbætur.
Aðrar upplýsingar:
Lengd námskeiðsins er einn dagur. Kennt er frá kl. 09:00 - 16:00, hádegishlé er frá kl. 12:00 - 13:00.
Leiðbeinandi er Garðar Jónsson, stjórnunar- og rekstrarráðgjafi og fyrrum gæðastjóri hjá Matvælastofnun.
Verð er 89.000 kr. fyrir hvern þátttakanda.
Þátttakendur fá skírteini að námskeiði loknu.
Næsta námskeið
Námskeið:
Dagsetning:
Lengd:
Tími dags:
Staðsetning:
Verð pr. þátttakanda:
ISO 9001:2015 Gæðastjórnunarstaðallinn
16. september 2021
1 dagur.
09:00 - 16:00
Tilkynnt síðar.
89.000 kr.