
Stjórnun og stefna
Mótun stefnu

Í allri starfsemi er þýðingarmikið að hafa skýra og skilvirka stefnu. Án hennar er starfsemin líkt og stefnulaust skip á rúmsjó. Við mótun hennar er mikilvægt að fylgja viðurkenndri aðferðafræði svo stefnan verði árangursrík og skili starfseminni þangað sem til er ætlast.
Stjórnskipulag

Stjórnskipulag fyrirtækja og stofnana þarf að vera sniðið að mótaðri stefnu, vera skilvirkt og tryggja árangursríka stjórnarhætti. Því er lýst með skipuriti auk þess sem hlutverk og ábyrgð rekstrareininga og stjórnenda eru skilgreind.
Markmið og árangursmælingar

Hvers kyns mælingar á árangri eru þýðingarmiklar í rekstri fyrirtækja og stofnana. Í upphafi er þýðingarmikið að setja markmið og framkvæma síðan reglubundnar mælingar á því hvernig til tekst að ná þeim. Mikilvægt er að markmið séu Nákvæm og afmörkuð (Specific), Mælanleg (Measurable), Raunhæf (Attainable), Viðeigandi (Relevant) og Tímasett (Time Bound) – SMART.
Gæðastjórnun
ISO 9001:2015

Svo stjórnkerfi skili þeim árangri sem þeim er ætlað að gera er mikilvægt að vanda vel undirbúning og innleiðingu þeirra. Þátttaka starfsmanna í undirbúningsferli og gerð gæðaskjala er mikilvæg svo vel takist til. Skilvirk býr yfir áralangri reynslu við innleiðingu gæðstjórnunarkerfa, mótun ferla og vinnulýsinga og uppsetningu gæðaskjala.
Gæðastjóri

Við bjóðum fyrirtækjum gæðastjóra með yfirgripsmikla þekkingu á innleiðingu gæðastjórnunarkerfis, gerð og endurskoðun verkferla, innri úttektum og umbótaverkefnum. Við klæðskerasníðum þjónustuna og tímamagn að þörfum hvers og eins og tryggjum að gæðastjóri vinni náið með stjórnendum og starfsmönnum á staðnum og/eða í fjarsambandi eins og um hvern annan starfsmann væri að ræða. Hér getur verið um skammtíma- eða langtímasamband að ræða þar sem föstum gæðastjórnunarverkefnum er sinnt.
Straumlínustjórnun

Skilvirkir verkferlar, hagkvæm lausn verkefna og aðrar aðgerðir til að viðhalda eða auka arðsemi með minni tilkostnaði eru þættir sem öllum skipulagsheildum er hollt að skoða reglulega. Við slíka skoðun er mikilvægt að viðhalda sömu gæðum í þjónustunni eða bæta þau.
Breytingastjórnun

Innleiðing breytinga innan skipulagsheilda getur verið áskorun. Svo tryggja megi eins og kostur er að breytingar nái tilætluðum árangri er þýðingarmikið að nýta sér aðferðafræði breytingastjórnunar. Hún felur í sér faglega nálgun á viðfangsefninu þar sem m.a. er hugað að skýrri kynningu fyrir starfsfólki, því haldið upplýstu í öllu breytingarferlinu og tilætlaður árangur sé öllum ljós.
FREKARI UPPLÝSINGAR VEITA

Álfheiður Eva Óladóttir
-
M.Sc. í stjórnun og stefnumótun
-
B.A. í sálfræði
-
CHt. meðferðardáleiðari

Garðar Jónsson
-
M.Sc. í jákvæðri sálfræði
-
M.Sc. i altækri gæðastjórnun
-
Viðskiptafræðingur, cand oecon

Kristín Jóhannesdóttir
-
MHRM í mannauðsstjórnun og vinnusálfræði
-
Lögfræðingur, cand.jur.
-
Sáttamiðlari