Stjórnun og stefna

Mótun stefnu

Skilvirk Logo - Main Arrow - Transparent

Í allri starfsemi er þýðingarmikið að hafa skýra og skilvirka stefnu. Án hennar er starfsemin líkt og stefnulaust skip á rúmsjó. Við mótun hennar er mikilvægt að fylgja viðurkenndri aðferðafræði svo stefnan verði árangursrík og skili starfseminni þangað sem til er ætlast.  

Straumlínustjórnun

Skilvirkir verkferlar, hagkvæm lausn verkefna og aðrar aðgerðir til að viðhalda eða auka arðsemi með minni tilkostnaði eru þættir sem öllum skipulagsheildum er hollt að skoða reglulega.  Við slíka skoðun er mikilvægt að viðhalda sömu gæðum í þjónustunni eða bæta þau.​

Skilvirk Logo - Main Arrow - Transparent

Kostnaðarstjórnun

Skilvirkni og hagkvæmni eru mikilvæg í öllum rekstri. Reglulega er rétt að skoða reksturinn og greina hvort mögulegt sé að gera hann hagkvæmari án þess að ganga á þjónustustig eða gæði þjónustunnar. Skoðun verkferla og vinnufyrirkomulags getur verið hluti af slíkri skoðun til að tryggja ávallt skilvirka framkvæmd verkefna og þjónustu. Þrátt fyrir að hér sé oftast lögð áhersla á greiningu kostnaðar þá er tekjuhlið starfseminnar líka mikilvæg. Sú hlið þarf ekki að vera óhagganleg – ýmsir nýir tekjumöguleikar geta leynst víða ef að er gáð. 

Skilvirk Logo - Main Arrow - Transparent

Árangursmælingar

Hvers kyns mælingar á árangri eru þýðingarmiklar í rekstri fyrirtækja og stofnana.  Í upphafi er þýðingarmikið að setja markmið og skipuleggja auk þess reglubundnar mælingar á því hvernig til tekst að ná þeim. Mikilvægt er að markmið séu Nákvæm og afmörkuð (Specific), Mælanleg (Measurable), Raunhæf (Attainable), Viðeigandi (Relevant) og Tímasett (Time Bound) – SMART.

Skilvirk Logo - Main Arrow - Transparent

Breytingastjórnun

Innleiðing breytinga innan skipulagsheilda getur verið áskorun. Svo tryggja megi eins og kostur er að breytingar nái tilætluðum árangri er þýðingarmikið að nýta sér aðferðafræði breytingastjórnunar. Hún felur í sér faglega nálgun á viðfangsefninu þar sem m.a. er hugað að skýrri kynningu fyrir starfsfólki, þeim haldið upplýstu í öllu breytingarferlinu og tilætlaður árangur sé öllum ljós.

Skilvirk Logo - Main Arrow - Transparent

Viðskiptaáætlanir

Faglegur undirbúningur og raunhæfar áætlanir eru forsenda þess að viðskiptahugmynd geti orðið að veruleika.  Við þekkjum vel hvernig undirbúningi skuli háttað til að hrinda hugmynd í framkvæmd með árangursríkum hætti. Stefnumótun, markaðsáætlanir, rekstrar- og sjóðsstreymisáætlanir og mótun fjármögnunarleiða eru dæmi um þætti sem eiga heima í góðri viðskiptaáætlun. 

Skilvirk Logo - Main Arrow - Transparent

Samfélagsleg ábyrgð

Auknar væntingar eru til fyrirtækja og stofnana að þau axli ábyrgð í því samfélagi sem þau starfa. Það snýst ekki eingöngu um að fara að lögum og reglum heldur líka að bera virðingu fyrir umhverfinu, samborgurum sínum og samfélaginu í heild. Það er þýðingarmikið fyrir stjórnendur fyrirtækja og stofnana að móta stefnu um samfélagslega ábyrgð og sýna í verki að hugur fylgi máli. Sýnt hefur verið fram á að það sé hagur fyrirtækja og stofnana til lengri tíma að sýna góð fordæmi á þessu sviði.

Skilvirk Logo - Main Arrow - Transparent
FYRIR FREKARI UPPLÝSINGAR
Garðar - svarthvít A.png
Garðar Jónsson
Mynd%252520%2525C3%252581E%2525C3%252593
​Álfheiður Eva Óladóttir