Fyrirtækjaráðgjöf
Mótun stefnu
Í allri starfsemi er þýðingarmikið að hafa skýra og skilvirka stefnu. Án hennar er starfsemin líkt og stefnulaust skip á rúmsjó. Við mótun hennar er mikilvægt að fylgja viðurkenndri aðferðafræði svo stefnan verði árangursrík og skili starfseminni þangað sem til er ætlast.
Stjórnskipulag
Stjórnskipulag fyrirtækja og stofnana þarf að vera sniðið að mótaðri stefnu, vera skilvirkt og tryggja árangursríka stjórnarhætti. Því er lýst með skipuriti auk þess sem hlutverk og ábyrgð rekstrareininga og stjórnenda eru skilgreind.
Markmið og árangursmælingar
Hvers kyns mælingar á árangri eru þýðingarmiklar í rekstri fyrirtækja og stofnana. Í upphafi er þýðingarmikið að setja markmið og framkvæma síðan reglubundnar mælingar á því hvernig til tekst að ná þeim. Mikilvægt er að markmið séu Nákvæm og afmörkuð (Specific), Mælanleg (Measurable), Raunhæf (Attainable), Viðeigandi (Relevant) og Tímasett (Time Bound) – SMART.
Straumlínustjórnun
Skilvirkir verkferlar, hagkvæm lausn verkefna og aðrar aðgerðir til að viðhalda eða auka arðsemi með minni tilkostnaði eru þættir sem öllum skipulagsheildum er hollt að skoða reglulega. Við slíka skoðun er mikilvægt að viðhalda sömu gæðum í þjónustunni eða bæta þau.
Breytingastjórnun
Innleiðing breytinga innan skipulagsheilda getur verið áskorun. Svo tryggja megi eins og kostur er að breytingar nái tilætluðum árangri er þýðingarmikið að nýta sér aðferðafræði breytingastjórnunar. Hún felur í sér faglega nálgun á viðfangsefninu þar sem m.a. er hugað að skýrri kynningu fyrir starfsfólki, því haldið upplýstu í öllu breytingarferlinu og tilætlaður árangur sé öllum ljós.
Gæðastjórnun - ISO 9001:2015
Svo stjórnkerfi skili þeim árangri sem þeim er ætlað að gera er mikilvægt að vanda vel undirbúning og innleiðingu þeirra. Þátttaka starfsmanna í undirbúningsferli og gerð gæðaskjala er mikilvæg svo vel takist til. Skilvirk býr yfir áralangri reynslu við innleiðingu gæðstjórnunarkerfa, mótun ferla og vinnulýsinga og uppsetningu gæðaskjala.
ÍST 85:2012 Jafnlaunakerfi
Samkvæmt jafnréttislögum verða fyrirtæki og stofnanir sem eru með 25 eða fleiri starfsmenn að fá vottun á jafnlaunakerfi sitt byggt á staðlinum ÍST 85/2012.
Jafnlaunastaðall gefur fyrirtækjum og stofnunum tækifæri til að koma upp, innleiða, viðhalda og bæta stjórnun jafnlaunamála hjá sér og afla sér vottunar um að konur og karlar sem þar starfa njóti jafnra launa og sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf.
Skilvirk býður skipulagsheildum upp á heildræna ráðgjöf við innleiðingu á jafnlaunastaðlinum.
Rekstrarhagræðing
Einföldun ferla, skilvirkari stjórnun, aðlögun þjónustuframboðs að þörfum þjónustuþega eru dæmi um hagræðingarmöguleika. Við höfum náð góðum árangri með viðskiptavinum okkar á sviði rekstrarhagræðingar. Niðurstaðan er skilvirkari rekstur og betri nýting fjármuna án þess að skerða gæði eða magn þjónustunnar.
Fjárhagsáætlanir / Viðskiptaáætlanir
Í fjárhagsáætlun felast áætlanir um rekstur, efnahag og sjóðstreymi. Slík áætlun er dýrmætt stjórntæki og sýnir hvaða fjárhagslegu áhrif það hefur í för með sér að ná markmiðum sem sett hafa verið. Mikilvægt er að fjárhagsáætlun sé gerð til 3ja ára, jafnvel lengri tíma svo varpa megi ljósi á sjálfbærni rekstursins til framtíðar.
Í viðskiptaáætlun er fjárhagsáætlun mikilvægur þáttur. Til viðbótar þarf þó að huga að fleiri þáttum svo sem öflun markaðsupplýsinga, leit að fjárfestum/samstarfsaðilum, þróunarkostnaði, tækjum og búnaði og öðrum tengdum þáttum.
Fjármálalíkön
Fjármálalíkön eru mikilvæg til að greina áhrif tiltekinna stefnumótandi aðgerða svo sem fjárfestinga, rekstrarbreytinga, eignasölu eða annarra aðgerða í rekstri eða við stofnun, skiptingu eða slit félaga. Sérsniðin fjármálalíkön geta nýst sem öflug stjórntæki þar sem ýmsar stjórnendaupplýsingar eru birtar.
FREKARI UPPLÝSINGAR VEITA
Álfheiður Eva Óladóttir
-
M.Sc. í stjórnun og stefnumótun
-
B.A. í sálfræði
-
CHt. meðferðardáleiðari
Garðar Jónsson
-
M.Sc. í jákvæðri sálfræði
-
M.Sc. i altækri gæðastjórnun
-
Viðskiptafræðingur, cand oecon
Kristín Jóhannesdóttir
-
MHRM í mannauðsstjórnun og vinnusálfræði
-
Lögfræðingur, cand.jur.
-
Sáttamiðlari