INNRI ÚTTEKTIR - ISO 9001:2015

Fyrir hverja er námskeiðið?

Starfsfólk sem sinnir eða er ábyrgt fyrir innri úttektum og aðra þá sem vilja bæta árangur og verklag við innri úttektir.

Hvert er markmið námskeiðsins?

Að þátttakendur kynnist aðferðafræði innri úttekta í samræmi við ISO 9001 og staðal ISO 19011 Leiðbeiningar um innri úttektir stjórnunarkerfa.  Markmiðið er að þátttakendur öðlist færni og þekkingu til að undirbúa, framkvæma og ljúka innri úttektum sem og að greina orsakir frábrigða og vinna að úrbótum.

Á námskeiðinu er fjallað um:

  • Gerð áhættumiðaðrar úttektaáætlunar
    (Risk based Audit program).

  • Orsakagreiningu (Root Cause Analysis).

  • Framsetningu niðurstaðna og skýrslugerð.

  • Kröfur ISO 9001:2015 kynntar.

  • Skipulag innri úttektar (Audit plan).

  • Viðtalstækni í innri úttektum.

  • Greiningu frábrigða.

Aðrar upplýsingar:

Lengd námskeiðsins eru 2 dagar, kennt er frá 09:00 - 16:00. Hádegishlé er frá kl. 12:00 - 13:00.
Leiðbeinandi er Garðar Jónsson, stjórnunar- og rekstrarráðgjafi og fyrrum gæðastjóri hjá Matvælastofnun.

Verð er 129.000

Næsta námskeið

Námskeið:
Dagsetning:

Lengd:

Tími dags:

Staðsetning:

Verð pr. þátttakanda:

Innri úttektir

22. - 23. september 2021

2 dagar

09:00 - 16:00

Tilkynnt síðar.

129.000 kr.