top of page

Viðskiptaþjónusta

​Ársreikningar og skattframtöl

Skilvirk Logo - Main Arrow - Transparent

Sérfræðingar okkar sinna gerð ársreikninga og skattframtala fyrir fyrirtæki og einstaklinga í atvinnu-rekstri.

Bókhald, launavinnsla og tengdir þættir

Skilvirk Logo - Main Arrow - Transparent

Með bókhaldsþjónustu okkar losnar þú við umstang og færð tíma til að sinna mikilvægari verkefnum á þínu sviði. Við bjóðum fyrirtækjum almenna viðskiptaþjónustu á sviði bókhalds, launavinnslu, gerð sölureikninga og annarra tengdra þátta.  Hjá okkur færð þú persónulega þjónustu og aðgang að faglegri þekkingu sem við sér-sníðum að þínum þörfum.

Skatta- og lögfræðiráðgjöf

Stofnun fyrirtækja

Skilvirk Logo - Main Arrow - Transparent

Að stofna fyrirtæki er spennandi en jafnframt stórt skref. Við veitum þér m.a. ráðgjöf um hvers konar félagform þjónar þínum hagsmunum best og sjáum um alla þætti í nánu samráði við þig.

Skattaráðgjöf

Skilvirk Logo - Main Arrow - Transparent

Mikilvægt er að hafa þekkingu og skilning á sköttum og tengdum gjöldum. Ekki einvörðungu er hér um fjárhagslega hagsmuni að ræða heldur er þýðingar-mikið að rekstur félagsins sé ávallt í samræmi við lög og reglur hverju sinni.

Samningagerð

Skilvirk Logo - Main Arrow - Transparent

Við stofnun eða rekstur félaga koma upp hinar ýmsu aðstæður þar sem þörf er á samningum. Lykilatriðið við samningagerð er að vanda til verka og taka á sem flestum álitamálum, eins smávægileg og þau kunna að virðast.

Vinnumarkaðurinn

Skilvirk Logo - Main Arrow - Transparent

Fyrirtæki ná ekki þeim árangri sem þau stefna að án starfsfólks síns og því mikilvægt að hlúa vel að mannauði.  Við veitum ráðgjöf við gerð ráðningar-samninga, um réttindi og skyldur á vinnumarkaði og á sviði jafnréttismála.

FREKARI UPPLÝSINGAR VEITA
Lilja mynd2.jpeg
Lilja Björg Kjartansdóttir
  • MAcc í reikningsskilum og endurskoðun
  • B.Sc. í viðskiptafræði
Margrét - svarthvít.png
Margrét Garðarsdóttir
  • M.Sc. í viðskiptalögfræði
  • B.Sc. í lögfræði
bottom of page