top of page

Mannauður

  • Náið samstarf við stjórnendur um mannauðsmál

  • Mótun mannauðsstefnu og árangursmælingar

  • Umsjón með ráðningum

  • Umsjón með starfslokum

  • Gerð ráðningarsamninga og starfslýsinga

  • Gerð starfsmannahandbóka

  • Greining og skipulag fræðslumála

  • Innleiðing starfsmannasamtala

  • Innleiðing jafnlaunastaðals

  • Aðstoð við túlkun kjarasamninga

  • Samskipti á vinnustöðum

  • Skipulag starfsdaga og hópeflis

Mannauðsráðgjöf

Skilvirk Logo - Main Arrow - Transparent

Stjórnendur fyrirtækja sjá í vaxandi mæli hag í því að útvista mannauðsmálum sínum að hluta eða í heild sinni. Þannig geta fyrirtækin einbeitt sér að því að sinna sinni kjarnastarfsemi og tími stjórnenda nýtist betur. 

Mannauðsmál geta verið bæði flókin og tímafrek og skipulag margra fyrirtækja getur verið þess eðlis að fagþekking á sviði mannauðsmála er ekki til staðar innan þeirra. 

Skilvirk býður upp á mannauðsráðgjöf á víðtæku sviði sem hentar fyrirtækjum og stofnunum af öllu stærðum og gerðum. 

Nánar

Fræðslustjóri að láni

Skilvirk Logo - Main Arrow - Transparent

Skilvirk er þjónustuaðili fyrir verkefnið Fræðslustjóri að láni.

 

Verkefnið er unnið í samstarfi við Samtök atvinnulífsins og fræðslusjóði stéttarfélaga.

Verkefnið gengur út á að lána ráðgjafa til fyrirtækja og stofnana til þess að greina og yfirfara fræðslu- og þjálfunarmál í samvinnu við stjórnendur og starfsfólk. Út frá greiningunni er unnin fræðslu- og símenntunaráætlun sem leggur grunn að markvissri fræðslu starfsmanna skipulagsheildarinnar.

Fræðslustjóri að láni er fyrirtækjum að kostnaðarlausu ef a.m.k. 75% starfsfólksins á aðild að sjóðunum sem standa að Áttinni.

  1. Umsókn um Fræðslustjóra að láni.

  2. Starfsmaður leiðandi sjóðs í verkefninu mun hafa samband við fyrirtækið í kjölfarið og koma á upphafsfundi.

  3. Ef öllum líst vel á verkefnið, eru gerð drög að samningi. Fjöldi tíma sem ráðgjafinn vinnur fyrir fyrirtækið byggir á fjölbreytni starfa innan fyrirtækisins og ákveðnum föstum liðum. Markmið verkefnisins er að ná greiningu á þörfum sem miðast við þverskurð af starfsemi fyrirtækisins. Einungis er leitað til sjálfstæðra ráðgjafa sem hafa mikla reynslu af verkefnum í fyrirtækjum og eru samþykktir af samstarfssjóðum verkefnisins.

  4. Komið er á fót rýnihópum innan fyrirtækisins sem ráðgjafinn leiðir. Jafnframt vinnur hann þarfagreiningu og fræðsluáætlun. Áætlunin er eign fyrirtækisins og viðkomandi sjóðs. Fyllsta trúnaðar er gætt um allt sem við kemur verkefninu.

  5. Að lokum vinnur ráðgjafi að skýrslu þar sem framgangi verkefnisins eru gerð skrifleg skil, fullunninni og samþykktri fræðsluáætlun er skilað og formlegri vinnu verkefnisins því lokið.

  6. Ráðgjafi sinnir eftirfylgni á verkefninu nokkrum vikum eftir að verkefninu lýkur og aðstoðar fyrirtækið ef þarf.

ÍST 85:2012 Jafnlaunakerfi

Skilvirk Logo - Main Arrow - Transparent

Samkvæmt jafnréttislögum verða fyrirtæki og stofnanir sem eru með 25 eða fleiri starfsmenn að fá vottun á jafnlaunakerfi sitt byggt á staðlinum ÍST 85/2012.

Jafnlaunastaðall gefur fyrirtækjum og stofnunum tækifæri til að koma upp, innleiða, viðhalda og bæta stjórnun jafnlaunamála hjá sér og afla sér vottunar um að konur og karlar sem þar starfa njóti jafnra launa og sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. 

Skilvirk býður skipulagsheildum upp á heildræna ráðgjöf við innleiðingu á jafnlaunastaðlinum.

FREKARI UPPLÝSINGAR VEITA
alfheidur_1_svhv_a.jpg
Álfheiður Eva Óladóttir
  • M.Sc. í stjórnun og stefnumótun
  • B.A. í sálfræði
  • CHt. meðferðardáleiðari
gardar1_svhv.jpg
Garðar Jónsson
  • M.Sc. í jákvæðri sálfræði
  • M.Sc. i altækri gæðastjórnun
  • Viðskiptafræðingur, cand oecon
Kristin.jpg
Kristín Jóhannesdóttir
  • MHRM í mannauðsstjórnun og vinnusálfræði
  • Lögfræðingur, cand.jur.
  • ​Sáttamiðlari
bottom of page