Staðallinn ISO 45003:2021
Andleg heilsa og öryggi á vinnustaðnum
(Psychological health and safety at work)
ISO 45003:21 var gefinn út af Alþjóðlegu staðlasamtökunum (ISO) í júní 2021. Hér er um að ræða fyrsta alþjóðlega staðalinn sem færir fyrirtækjum leiðbeiningar um, hvernig rétt væri að haga og vinna með sálfélagslega þætti starfsmanna innan vinnustaðar. Mat á sálfélagslegum áhættuþáttum, andleg heilsa og vellíðan starfsmanna er leiðarljós staðalsins. Dæmi um sálfélagslega þætti á vinnustöðum eru:
-
Skýr forysta og skýrar væntingar
-
Vöxtur og þroski
-
Viðurkenning og umbun
-
Vinnustaðamenning
-
Samskipti og gagnkvæm virðing
-
Þátttaka starfsfólks svo sem við ákvarðanatöku
-
Jafnvægi milli vinnu og einkalífs
Tilgangur staðalsins er ekki einvörðungu að koma í veg fyrir atvik er valda andlegri vanlíðan heldur er honum einnig ætlað að að efla vellíðan á vinnustaðnum.
ISO 45003:2021 er sjálfstæður staðall (stand alone) og geta fyrirtæki því innleitt hann án þess að hafa áður innleitt annan staðal. Staðlinum er einnig ætlað að auðvelda fyrirtækjum sem innleitt hafa ISO 45001:2018 til að mæta kröfum þess staðals.
Það hvílir lagaskylda á vinnuveitendum að sinna vinnuverndarþáttum í starfseminni, sbr. einkum lög nr., 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, þ.m.t. að framkvæma áhættumat starfa. Þrátt fyrir að lagaskyldan hafi í gegnum tíðina snúið einkum að líkamlegri vinnuvernd þá eru nú ríkari kröfur gerðar um vernd sálfélagslegra þátta á vinnustaðnum. Hafa þarf í huga að andleg heilsa starfsfólks er jafn mikilvæg og líkamleg heilsa.
Fyrir hvern einstakling er vinnan mjög stór áhrifaþáttur vellíðanar. Þrátt fyrir að rannsóknir sýni að einstaklingar í vinnu séu almennt hamingjusamari og heilsubetri þá er afar mikilvægt að vita að vinnan getur haft veruleg neikvæð áhrif á vellíðan.
Mikilvægt er fyrir vinnustaði að skapa umhverfi sem hvetur til aukinnar vellíðanar og sinnir forvörnum til að koma í veg fyrir andlega vanlíðan. Göfugt markmið vinnustaða er að starfsfólkið fari heim til sín að vinnudegi loknum eins heilbrigt og heilt og það kom til vinnu.
Skilvirk er viðurkenndur þjónustuaðili á sviði félagslegra og andlegra þátta vinnustaða, sbr. reglugerð nr. 730/2012, sem Vinnueftirlitið veitir. Skilvirk veitir vinnustöðum sérfræðiaðstoð við innleiðingu ISO 45003:21 og býður jafnframt þjónustu við gerð áhættumats, þjálfun starfsmanna og mótun aðgerða til aukinnar vellíðanar á vinnustaðnum.
Áhættumat og viðbrögð
Þjálfun starfsmanna og stjórnenda
Aðgerðir til aukinnar vellíðanar
Púlsinn
Vöktun vellíðanar
Sérfræðingar okkar munu með ánægju veita frekari upplýsingar
Álfheiður Eva Óladóttir
-
M.Sc. í stjórnun og stefnumótun
-
B.A. í sálfræði
-
CHt. meðferðardáleiðari
Garðar Jónsson
-
M.Sc. í jákvæðri sálfræði
-
M.Sc. í altækri gæðastjórnun
-
Viðskiptafræðingur, cand oecon
Kristín Jóhannesdóttir
-
MHRM í mannauðsstjórnun og vinnusálfræði
-
Lögfræðingur, cand.jur.
-
Sáttamiðlari