top of page
Sólfarið, sculpture in Reykjavík Iceland.

Við erum Skilvirk

Við veitum fyrirtækjum og opinberum aðilum stjórnunar- og rekstrarráðgjöf byggða á þekkingu og reynslu. Einnig bjóðum við námskeið og aðra fræðslu á fagsviðum okkar. Við erum öflugur valkostur fyrir opinbera aðila og fyrirtæki á þessum sviðum og markmið okkar er árangur.

Þjónustan

Fyrirtækjaráðgjöf

Við veitum sveitarfélögum, ríkisstofnunum og fyrirtækjum alhliða ráðgjöf á sviði stjórnunar, fjármála og rekstrar. 

Árangur skipulagsheilda byggir m.a. á skýrri stefnu, skilvirku stjórnskipulagi, skýrum árangursmarkmiðum og kostnaðargát.

Við aðstoðum einnig við innleiðingu á ISO 9001 Gæðastjórnunarstaðlinum og ÍST 85 Jafnlaunastaðlinum. 

Viðskiptaþjónusta

Við veitum bókhaldsþjónustu og gerum ársreikninga og skattframtöl fyrir félög og einstaklinga.

Við sinnum launavinnslu og gerð sölureikninga eftir því sem óskað er eftir. 

Við veitum skatta- og lögfræðiráðgjöf, veitum aðstoð við stofnun fyrirtækja og hvers kyns samningagerð.

 

Umfram allt þá byggir okkar þjónusta á fagmennsku og áratugalangri reynslu. 

Um okkur

Um okkur

hopmynd_2_svhv.jpg

Við byggjum á þekkingu og reynslu er spannar þrjá áratugi á sviði fjármála, stjórnunar, reikningshalds, gæðamála og umbótastarfs hjá fyrirtækjum, sveitarfélögum og ríki. Auk þess byggjum við á öflugri reynslu og þekkingu á mannauðsmálum, lögfræðimálefnum á sviði skattaréttar, vinnuréttar, vinnuverndar og jafnréttis.

Okkar þjónusta byggist á styrkleikum okkar.  Þannig veitum við þjónustu á þeim sviðum þar sem við teljum okkur vera sterkust og getum þannig náð sem mestum árangri fyrir viðskiptavini okkar.

Við teljum að árangri í rekstri og stjórnun megi einkum ná með réttum stjórnarháttum, skilvirkum ferlum, hentugu vinnuskipulagi og styrkri markaðs- og fjármálastjórn. 

Þjónusta okkar krefst fræðilegrar þekkingar og reynslu á mörgum sviðum sem fyrirtækið býr yfir.  Skilvirk leggur áherslu á fagleg vinnubrögð sem ætlað er að mæta kröfum viðskiptavina.

"Með því að staldra við og skoða hvað það er sem við getum gert betur og styrkja okkur sjálf í framhaldi af því, erum við að taka STÓRT skref í átt að betra lífi - já, viðurkenna að mikilvægast af öllu er líklega frelsið til að geta verið maður sjálfur."

Anna Lóa - 2018

Contact
bottom of page