

Við erum Skilvirk
Við veitum fyrirtækjum og opinberum aðilum stjórnunar-, mannauðs- og rekstrarráðgjöf byggða á þekkingu og reynslu. Einnig bjóðum við námskeið og aðra fræðslu á fagsviðum okkar. Við erum öflugur valkostur fyrir opinbera aðila og fyrirtæki á þessum sviðum og markmið okkar er árangur.
Þjónustan
Fyrirtækjaráðgjöf
Stjórnun
Fjármál
Mannauður
Viðskiptaþjónusta
Ársreikningar/
Skattframtöl
Bókhald og
launavinnsla
Skatta- og
lögfræðiráðgjöf
Vinna og vellíðan
Andleg heilsa og öryggi á vinnustaðnum
ISO 45003:2021
Einstaklingsráðgjöf
-
Byggt á jákvæðri sálfræði
-
Meðferðardáleiðsla
Mótun aðgerða til aukinnar vellíðanar
Vellíðan á vinnustað
Púlsinn
Vöktun vellíðanar á vinnustaðnum með margvíslegum mælingum
Vellíðanarvaktin
Um okkur
Við byggjum á þekkingu og reynslu er spannar þrjá áratugi á sviði fjármála, stjórnunar, reikningshalds, gæðamála og umbótastarfs hjá fyrirtækjum, sveitarfélögum og ríki. Auk þess byggjum við á öflugri reynslu og þekkingu á mannauðsmálum, lögfræðimálefnum á sviði skattaréttar, vinnuréttar, vinnuverndar og jafnréttis.
Okkar þjónusta byggist á styrkleikum okkar. Þannig veitum við þjónustu á þeim sviðum þar sem við teljum okkur vera sterkust og getum þannig náð sem mestum árangri fyrir viðskiptavini okkar.
Við teljum að árangri í rekstri og stjórnun megi einkum ná með skilvirkum ferlum, hentugu vinnuskipulagi, styrkri markaðs- og fjármálastjórn, öflugu upplýsingakerfi og ekki síst góðri mannauðsstjórnun og vellíðan starfsmanna.
Þjónusta okkar krefst fræðilegrar þekkingar og reynslu á mörgum sviðum sem fyrirtækið býr yfir. Skilvirk leggur áherslu á fagleg vinnubrögð sem ætlað er að mæta kröfum viðskiptavina.
"Með því að staldra við og skoða hvað það er sem við getum gert betur og styrkja okkur sjálf í framhaldi af því, erum við að taka STÓRT skref í átt að betra lífi - já, viðurkenna að mikilvægast af öllu er líklega frelsið til að geta verið maður sjálfur."
Anna Lóa - 2018