top of page

Flugfælninámskeið

Fyrir hverja er námskeiðið?

Fyrir alla þá sem vilja takast á við flugfælni.

Hvert er markmið námskeiðsins?

Að þátttakendur losi um undirliggjandi orsakir flughræðslunnar og fái öflug verkfæri til þess að fljúga áhyggjulaust.

Á námskeiðinu er fjallað um:

  • Tæknileg atriði flugsins

  • Flugöryggi

  • Jákvæða sálfræði og verkfæri hennar

  • Undirvitundina, hlutverk hennar og áhrif

  • Aðferðir sjálfsdáleiðslu til streitustjórnunar og sjálfsstyrkingar

  • ​Dáleiðslumeðferð við flugfælni

Aðrar upplýsingar:

Lengd námskeiðs er einn laugardagur frá kl. 9:30-17:00. 

Lagt er mat á árangur námskeiðs og verða þátttakendur beðnir um stöðumat fyrir og eftir námskeið.

Leiðbeinendur eru:

 

Álfheiður Eva Óladóttir, BA í sálfræði, M.Sc. í stjórnun og stefnumótun og klínískur dáleiðari (Certified Hypnotherapist). 

Álfheiður rekur eigin stofu og hefur mikla reynslu af dáleiðslumeðferð og hefur kennt á dáleiðslunámskeiðum.

 

Egill Ásgeirsson, flugstjóri hjá Icelandair. Egill hefur yfirgripsmikla reynslu af flugiðnaðinum sem flugstjóri og fyrrum flugumsjónarmaður og aðstoðar flugrekstrarstjóri. 

Garðar Jónsson, viðskiptafræðingur, M.Sc. í altækri gæðastjórnun og M.Sc. í jákvæðri sálfræði. Garðar hefur áralanga reynslu sem stjórnunarráðgjafi og mikla þekkingu á hagnýtingu jákvæðrar sálfræði í dagsins önn.

Verð er 59.900 kr. fyrir hvern þátttakenda. Innifalið er  hádegisverður og kaffiveitingar. 

Næsta námskeið verður auglýst síðar.

bottom of page