Námskeið

Skilvirk Viðskiptaráðgjöf býður eftirfarandi námskeið á fagsviði stjórnunar reksturs.  Námskeiðin eru haldin reglulega samkvæmt fyrirliggjandi námskeiðsskrá hverju sinni. Auk þess geta vinnustaðir/starfsmannahópar óskað eftir námskeiðunum á þeim tíma sem hentar þeim betur.  

Hægt er að skrá sig á námskeið og finna frekari upplýsingar um hvert og eitt þeirra með því að smella á viðeigandi hlekk hér að neðan.  Vinnustaðir geta haft samband ef áhugi er á námskeiði fyrir starfsmannahópa. Hægt er að senda fyrirspurn í skilaboðaforminu hér neðst á síðunni, í netspjallinu eða á netfangið info@skilvirk.is.

Graphic Shapes
Business Graphs
Business Graphs
Business Graphs
Gradients
Graphic Chart

ISO 9001:2015 GÆÐASTJÓRNUNARSTAÐALLINN

Á námskeiðinu er farið yfir kröfur gæðastjórnunarstaðalsins í hverjum þætti fyrir sig og lýst hvernig þeim megi mæta. Auk þess er kynnt hvernig best skuli staðið að undirbúningi innleiðingar, svo sem kynningu meðal starfsmanna, og þjálfun þeirra svo innleiðingin skili árangri.

INNRI ÚTTEKTIR - ISO 9001:2015

Á námskeiðinu er farið yfir kröfur gæðastjórnunarstaðalsins ISO 9001:2015 og kennt með hvaða hætti rétt væri að haga undirbúningi, framkvæmd og lok innri úttekta á þeim staðli.  Kennd er aðferðafræði innri úttekta í samræmi við viðurkenndar aðferðir samkvæmt staðli ISO 19011 um innri úttektir.

GERÐ VIÐSKIPTAÁÆTLANA

Námskrá væntanleg á vorönn.

EXCEL

Námskrá væntanleg á vorönn.

Nánar

VIÐSKIPTAÞJÓNUSTA

Námskrá væntanleg á vorönn.

Nánar

MOMENT VERKUMSJÓNARKERFIÐ

Skilvirk Viðskiptaráðgjöf er sölu- og dreifingaraðili Moment verkumsjónarkerfisins á Íslandi. Við höldum reglulega námskeið um tiltekna kerfisþætti og sinnum einnig hverskyns kennslu og þjálfun fyrir notendur sérsniðin að þeirra þörfum. Reglulega höldum við eftirtalin námskeið sem auglýst eru sérstaklega.

  • Moment - Verkefnastjórnun (Project management)

  • Moment - Gæðastjórnun (Quality management)

  • Moment - Gerð sölureikninga (Invoices)