Lögfræðiráðgjöf

Graphic Shapes

STOFNUN FYRIRTÆKJA

Að stofna fyrirtæki er spennandi en jafnframt stór skref. Við veitum þér m.a. ráðgjöf um hvers konar félagaform sem þjónar þínum hagsmunum best og förum í gegnum allt ferlið með þér.

Business Graphs

SKATTARÁÐGJÖF

Það er mikilvægt að hafa þekkingu og skilning á sköttum og tengdum gjöldum í fyrirtækjarekstri . Ekki einvörðungu er hér um fjárhagslega hagsmuni að ræða heldur er mikilvægt að rekstur fyrirtækisins sé ávallt stundaður í samræmi við lög og reglur hverju sinni. Við veitum ráðgjöf um hverskyns skattaleg málefni og sjáum um gerð skattframtala og ársreikninga. 

Business Graphs

SAMNINGAGERÐ

Við stofnun eða rekstur fyrirtækja koma upp hinar ýmsu aðstæður þar sem þörf er á samningum. Lykilatriði við samningagerð er að vanda til verka og taka á sem flestum álitamálum, eins smávægileg og þau kunna að virðast. Við sérsníðum samninginn eftir þínum þörfum hverju sinni.

Business Graphs

VINNUMARKAÐURINN

Fyrirtæki ná ekki þeim árangri sem þau stefna að án starfsfólks síns og því mikilvægt að hlúa vel að mannauðnum. Við veitum ráðgjöf á ýmsum sviðum s.s. gerð ráðningarsamninga, réttindi og skyldur á vinnumarkaði, jafnrétti og jafnlaunastaðallinn.

FYRIR FREKARI UPPLÝSINGAR
Margrét - svarthvít.png
Margrét Garðarsdóttir