Gæðastjórnun

Gæðastjóri til leigu

Skilvirk Logo - Main Arrow - Transparent

Við bjóðum fyrirtækjum gæðastjóra með yfirgripsmikla þekkingu á innleiðingu gæðastjórnunarkerfis, gerð og endurskoðun verkferla, innri úttektum og umbótaverkefnum. Við klæðskerasníðum þjónustuna og tímamagn að þörfum hvers og eins og tryggjum að gæðastjóri vinni náið með stjórnendum og starfsmönnum á staðnum og/eða í fjarsambandi eins og um hvern annan starfsmann væri að ræða. Hér getur verið um skammtíma- eða langtímasamband að ræða þar sem föstum gæðastjórnunarverkefnum er sinnt.

ISO 9001:2015

Svo stjórnkerfi skili þeim árangri sem þeim er ætlað að gera er mikilvægt að vanda vel undirbúning og innleiðingu þeirra. Þátttaka starfsmanna í undirbúningsferli og gerð gæðaskjala er mikilvæg svo vel takist til. Skilvirk býr yfir áralangri reynslu við innleiðingu gæðstjórnunarkerfa, mótun ferla og vinnulýsinga og uppsetningu gæðaskjala.

Skilvirk Logo - Main Arrow - Transparent

EFQM/CAF

EFQM (European Foundation for Quality Management) er sjálfsmatslíkan sem þróað hefur verið til að meta stjórnunarlegan þroska í fyrirtækjum. CAF-líkanið er samsvarandi en það hefur verið aðlagað að opinberri stjórnsýslu. Með mati á stjórnunarlegum þroska er hægt að greina hvað betur megi fara í stjórnskipulagi og stjórnun almennt í skipulagsheildum. Einn af ráðgjöfum okkar hjá Skilvirk hefur farið í gegnum ítarlega þjálfun við notkun EFQM líkansins við mat á fyrirtækjum og lokið henni sem viðurkenndur EFQM matsmaður (EFQM Assessor).

Skilvirk Logo - Main Arrow - Transparent

Ferlar og umbætur

Gæðastjórnunarkerfi eru byggð upp á skráðu verklagi, vinnulýsingum og hverskyns leiðbeiningum og gátlistum. Við setjum upp slík gæðaskjöl í samræmi við þarfir gæðastjórnunarkerfisins, hvort sem verið er endurskoða fyrirliggjandi gæðaskjöl eða við upphaflega innleiðingu. Við þróun slíkra skjala er þátttaka starfsmanna mikilvæg og nausðynlegt að verkferlar og vinnulýsingar tryggi skilvirka starfsemi.

Skilvirk Logo - Main Arrow - Transparent

Innri úttektir

Innri úttektir eru hluti af kerfisbundinni rýni stjórnkerfa fyrirtækja og stofnana. Ein tegund kerfisbundinnar rýni eru innri úttektir sem þarf ávallt að framkvæma þegar um vottuð stjórnkerfi er að ræða. Við sinnum innri úttektum á grundvelli ISO 9001:2015 staðalsins. Þjónustan getur falist í öllu ferlinu eða hluta þess, þ.e. gerð úttektaáætlana, undirbúningi hverrar úttektar, framkvæmd úttektarinnar og gerð lokaskýrslu sem afhent er á lokafundi. Auk þess bjóðum við utanumhald frábrigðaskráninga og eftirfylgni með úrbótum. Við framkvæmum innri úttektir í samræmi við ISO 19011:2018 um úttektir stjórnunarkerfa.

Skilvirk Logo - Main Arrow - Transparent
FYRIR FREKARI UPPLÝSINGAR
Garðar - svarthvít A.png
Garðar Jónsson
Mynd%252520%2525C3%252581E%2525C3%252593
​Álfheiður Eva Óladóttir